Kennsla í heimahúsum (Photoshop/InDesign)

Vegna ferðar minnar umhverfis hnöttinn hefur ekkert nýtt komið hingað inn.

En nú hef ég ákveðið að í stað þess að bjóða kennslu hér á netinu að koma frekar í heimahús og kenna grunnatriði Photoshop. 

Einkatímar þessir eru aðallega fyrir fólk sem kann ekkert á Photoshop en langar til að læra eða prófa.

Einnig kemur til greina kennsla á InDesign (forrit til að búa til plaköt, bæklinga, boðskort og bækur) ef fólk vill, eða samtvinna bæði forritin saman. Það fer algjörlega eftir því hvernig fólk vill hafa hlutina.

Fólk þarf sjálft að vera með Photoshop uppsett á eigin tölvu. Og í lok fyrsta tímans fær fólk glósur frá tímanum til að halda áfram að æfa sig. Engrar sérstakar þekkingar er krafist en skilyrði er að fólk kunni á stýrikerfi Apple eða Windows og skilji einföldustu aðgerðir (My Computer, opna forrit, senda tölvupóst, o.s.frv.)

 

Kennslugjald er 1.000 krónur og 1.500 krónur á hvern nemanda.

Séu t.a.m. 3 manneskjur í kennslu kostar það á hópinn 5.500.- á klukkutímann / og að sama skapi kostar 2.500 fyrir einn nemanda.

Hámarks fjöldi nemanda í hvert sinn eru 4 manneskjur.

(Photoshop)

Í fyrsta tíma er farið yfir Tools pallettuna, flýtihnappa og gerð smáverkefni með helstu tólunum. – Í lok tímans fær nemandi stuttar glósur úr tímanum til að hafa til hliðar.

Í öðrum tíma er farið yfir kennslu og mikivægi „Layer“ og verkefni unnið í samræmi við það.

Í þriðja tíma er farið í almennari verkefni einsog að fjarlægja bólur, hvíta tennur, gera augu fallegri og þess háttar.

Ef fólki finnst það þurfa lengri tíma til að átta sig eða koma sér í gang er það minnsta málið

(InDesign)

Farið er almennt í hvernig gera má bók, bækling, plakat eða boðskort og setja inn myndir og stilla texta. Farið er yfir helstu aðgerðir og flýtihnappa. Tíminn fer eftir einstaklingnum og hversu fljótur hann er að ná taki á forritinu.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eða fólk vill prufa tíma þá er emailið: asgeir.visir@gmail.com 

 

 

Curves tólið

Í þessari viku verður ekki kennd aðferð við vinnslu á mynd. Heldur myndum.

Tól sem við höfum vissulega notað en ekki kunnað almennilega á.

Þetta tól er að sjálfsögðu Curves og ætla ég að fara yfir basicið á þessu tæki. Í þetta skiptið erum við ekki með ákveðna mynd svo að auðveldast er bara að fá sér bjór og lesa yfir þennan texta til þess að skilja þetta verkfæri betur.

 

Ég bjó til nýtt Image og gradient-aði yfir með black-to-white gradient. þetta er gert til þess að auðvelda skilning þinn. (kemur í ljós á eftir)

 

picture-23

Curve er layer-based tæki sem effectar bara á layer eða valin svæði. Þetta þýðir að ef að maður ætlar að curva heila mynd þarf að flattena layer. Þetta getur verið vesen en vonandi verður úr þessu bætt í komandi gerðum Photoshop. 

Ef við gerum CMD-M kemur upp Curves glugginn (Image-adjustments-curves). Einsog sjá má kemur eftirfarandi  symetrískur fleygbogi (skál). 

picture-32

 

Það sem við sjáum hérna á þessu er nokkurnvegin ljós og skuggamagn myndarinnar… Þar sem dökkir litir eru skuggar og ljósir litir upplýstir hlutar.

Á hliðum kassans má sjá tvo ása, annarsvegar x-ás (láréttur) og y-ás (lóðréttur).

Ef við klikkum á línuna í horni fyrsta kassans (semsagt einn til hægri, einn upp) þá myndast örmsár kassi á línunni… Þetta er kassi sem hægt er að draga upp og niður og fram og til baka… Ég held að það séu engin takmörk fyrir því hvað hægt er að setja marga kassa á þessa línu en við ætlum að notast við 2, en það er yfirleitt meira en nóg.

Ef við prófum að taka litla kassan aðeins niður þá gerist magnaður hlutur við myndina. einsog sjá má.

 

picture-43

Dökki liturinn í myndinni eykst… Það kemur meira variety í dökku litina og myndin verður dýpri, allavega hvað varðar svörtu litina… 

 

Það sama gerist nema í öfuga átt ef við tökum efri hluta skálínunar og drögum hana upp… Þá fær maður fleiri ljósa liti og meira variety… Þegar þetta er gert á báðum endum línunar verður meiri dýpt í myndinni. Ergo, það eru færri litir í miðjunni (gráa litnum) sem myndar slikju á myndina og gerir hana flata…

Í Red, green eða blue virkar þetta nokkurn veginn svipað nema þar ertu að vinna með ákveðna litabreytingu… Ég ætla ekki að fara útí það þar sem ég kann lítið sem ekkert á þann valmöguleika, en vonandi hefur þetta útskýrt að hluta til eiginlega verkfærisins Curves. Prófið þið ykkur nú áfram á myndum sem þið hafið tekið eða finnið á netinu… 🙂 Muna að haka við Preview til að sjá hvað þú ert að gera

 

-Vísir

 

ps. Ég held að ég pósti bara inn vikulega, það er ágætt… Leyfa fólki að spreyta sig aðeins áður en það fer í næsta…

Augu (Annarskonar útfærsla)

Í dag ætla ég að sýna hvernig hægt er að gera augu, sem fólk tekur ekki eftir, mjög eftirtektaverð.

ég er að nota þessa mynd af Gumma:

img_4448

Undirbúum myndina… einsog kennt er í fyrsta tutoriali…

 

duplicötum (CMD+J) layerin.

veljum svo augun og duplicötum þau aftur… Þá er notað Rectangular Marquee tool og dreginn kassi utan um augun og gert (cmd+J).

picture-11

Það fyrsta sem við gerum er að taka Dodge tool og velja svona 50% exposure á tólinu… það er næstum efst á skjánum. Svo doge-um við bláa litin aðeins í augunum þannig að hann verður ljósari… bara miðjuna samt:

picture-22

Svo tökum við burn tool og brennum hringina í kringum augun:

picture-31

Okei í sumum tilfellum getur þetta verið fallegt.. sérstaklega ef maður er að vinna með græn augu…

Þetta er svolítið geimverulegt svona einsog það er núna…

Nú gerum við screen, setjum oppacity á layernum í svona 75%.

picture-42Svo þurfum við að setja mask á þennan augnalayer… vegna þess að við viljum ekki hafa svona kassa utanum augun… ALT+klikka á mask takkann… þá hverfur allt. Nú tökum við hvítann soft brush og málum yfir augun… Þá kemur í ljós lýsing á augunum… Ég leyfi screen layernum líka að koma í augnhvítuna, hún verður töluvert hvítari…

picture-52

Hann er ennþá smá geimverulegur…

 

það sem við gerum þá er að klikka á thumbið(litlu myndina af augnakassanum í layerspallettunni) og höfum semsagt subjectið valið, ekki maskinn… og gerum Curves(CMD+M)(má einnig finna í Image-Adjustments-Curves…) Við gerum Ess-laga kúrvu sem lítur nokkurnveginn svona út:

picture-6Mikilvægari punkturinn er neðri punkturinn… Hann dregur úr geimverustemmingunni…

Þá er myndin svona…

Augun standa meira útúr myndinni… 

Eitt sem væri kannski gaman að laga, sem er ekki neitt vesen… og er mjög sniðugt, sérstaklega gagnvart bólum… Eru línurnar undir augunum(pokarnir).

Við notum Patch Tool (J) og drögum hring utan um pokana, veljum Source þarna uppi og höfum layerin sem er duplicataður af upprunalega layernum… Drögum svo með þessu tóli það sem við vorum búin að velja yfir á stóran stað sem er bara skinn(einsog t.d ennið)

picture-81

þannig erum við búin að fjarlægja pokann undan öðru auganu… Það þarf varla að segja fólki að gera þetta við hitt augað líka…

Þetta er mín útkoma:

picture-10

Einfalt og tekur ekki svo langan tíma 🙂

-Vísir

 

ps. Ef það er eitthvað torskilið, þá minni ég á comments… Einnig væri gaman ef fólk léti vita ef það er búið að gera þetta tutorial… Svo ég sé nú ekki að gera þetta fyrir engann 😀

Halo (Lýsing að aftan sem flæðir inná subject)

Jæja, ég gerði víst eitthvað vitlaust tutorial síðast… Ég ætla nú að bæta fyrir það og gera einsog beðið var um…

Einsog alltaf að þá er þetta mín aðferð við að gera þetta… Það eru eflaust til margar aðrar, sumar betri, sumar verri…

Ég ætla að kenna hvernig á að gera svona með hvítan bakgrunn, en þetta er hægt að gera á hvernig bakgrunn sem er…nánast sama aðferð…

Byrjum á að undirbúa myndina með því að duplicata, læsa og allt það…(kennt í fyrsta tutoriali)

Ég fæ lánaðar oft myndir hjá vinkonu minni Fanney… Hún verður vonandi einn daginn „penni“ hér á síðunni…

http://www.flickr.com/fanneyy

http://www.flickr.com/photos/fanneyy/2988452315/sizes/o/ þetta er myndin sem ég er að nota sem var tekin fyrir Viljann

 

allavega, ég byrja á að gera bakgrunnin hvítann… (W, fyrir wand tool… klikka á bakgrunnin og stroka út… ;))

Þetta er kannski ekkert rosalega vandað, en hér er myndin eftir að ég er búinn að breyta bakgrunninum

fanneyjarmynd1

Jæja, hérna er myndin, með hvítum bakgrunni… Sést á borðanum fyrir neðan brjóstið að hann er ekki klipptur fallega… Allavega… við getum unnið með þetta í þessari æfingu.

það sem við gerum er: velja allan hvíta bakgrunnin, eyða honum… búa til nýjan layer sem er með hvítu „fill-i“… Semsagt bara hvítur layer… Veljum nú stelpuna, gerum mask á hana… Sem er í Layers palettunni, kassi með hring inní. Þegar við erum komin í maskinn þá tökum við stórann brush með 0 % í hardness og brushum með „svörtum“(sem þýðir að við erum að eyða af layernum) í kringum manneskjuna… Þannig fáum við þetta effect einsog það sé einhverskonar sterk lýsing í bakgrunni og jafnvel af hliðunum… Mjög gott er að hugsa hvernig þetta væri ef þetta væri í alvörunni, hvernig er lýsingin? Hvaðan kemur hún og hversu sterk er hún… Hversu sterk er lýsingin á þessum stað og hinum…

picture-21Svona er myndin núna hjá mér…

Lítur alltílagi út… En oft þegar það er t.d. sól í bakgrunni koma svona „sprotar“ inná myndina… Það stafar af því að ljósgjafinn er meira þeim megin og sést jafnvel í hann… Þetta er oft kallað Flare eða lens flare…

Þetta má tækla með því að ná í brush sem lítur út einsog flare… Ég fann einhverskonar space brush set á Deviantart.com

http://fc99.deviantart.com/fs11/f/2006/176/1/6/anodyne_stock_space.zip

ég held að þetta eigi að virka…

Hægt er að loada brusha inní forritið svona:

picture-41

Svo er þetta bara spurning um að finna file-inn sem maður var búinn að downloada og setja hann þarna inn… Ég valdi síðan nokkra af brushunum og lék mér aðeins með þá… minnkaði þá og setti aðeins inná… Þetta er svolítið bara spurning um að fikta og sjá hvernig það lítur út… Einnig þarf svolítið að hugsa hvernig ljósgjafinn er staðsettur… Ef hann er fyrir aftan, vísar niður og á ská… Þá kemur flare-ið í svipaðri stefnu yfir subjectið… Ef hann er alveg beint á móti myndavélinni og svolítið fyrir aftan subjectið að þá kemur svona yfir allt subjectið á þeim stað… einsog ég hef það hjá mér… Vonandi skildist þetta 😉

 

svo vel ég þann stað þar sem hentar að hafa flare gjafann og þar sem kannski hugsanlega er aðeins meira af „gervi“lýsingunni okkar…Myndin mín lítur svona út…

picture-51

En hugsanlegt er að fá fallegri niðurstöður með öðrum brush-pökkum… Þetta er allavega ein hugmynd að því hvernig á að gera svona… Þetta er aðeins annað með bakgrunn sem er ekki hvítur, en hugmyndin er sú sama…

Vonandi gekk þetta vel… Annars er fínt að fá bara comment ef eitthvað virkar ekki og ég get þá útskýrt hvað þið eruð að gera vitlaust…

-Vísir